Drengur festist í gaddavír

Átta ára drengur festist í gaddavír sunnan við byggðina á Selfossi í síðustu viku. Vírinn hafði herpst að fæti drengsins. Sjúkraflutningamenn sem komu á staðinn losuðu vírinn og gerðu að sárum drengsins.

Í dagbók lögreglunnar á Selfossi segir að slys af þessu tagi sé áminning til þeirra sem bera ábyrgð á að hafa girðingar í lagi að koma í veg fyrir svona slys. „Svo eru blessaðar skepnurnar sem festast í girðngarflækjum og við fréttum ekki alltaf af,“ segir lögreglan.

Þá slasaðist tveggja ára stúlka á höfði þegar hún klifraði upp í hillustand í verslun Samkaupa á Selfossi með þeim afleiðingum að hillustandurinn fór um koll og lenti á höfði barnsins. Barnið var flutt með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem gert var að sári þess.

Fyrri greinGefa Víkurskóla ljósleiðara
Næsta greinKærður fyrir ölvun á almannafæri