Á sjötta tímanum í dag voru björgunarsveitarmenn úr Víkverja í Vík í Mýrdal kallaðir út vegna 12 ára drengs í sjálfheldu við Uxafótarlæk rétt austan við Vík.
Drengurinn hafði verið að skoða sig um og klifrað í klettum við foss í Uxafótalæk þegar hann varð skelkaður og þorði ekki niður á sjálfsdáðum.
Björgunarsveitafólk kom honum til aðstoðar, setti upp búnað til að tryggja öryggi hans og fylgdi honum niður og var því lokið uppúr klukkan hálf sjö.