Drullugarður við Leikskólann Örk

Búið er að taka í notkun nýjan drullugarð við leikskólann Örk á Hvolsvelli. Þetta er viðbót við garðinn, norðan við Litla Dímon.

Svæðið hefur verið hreinsað, tré snyrt og búið er að setja upp kofa, dekk og trjádrumba. Á þessu svæði fer fram annarskonar leikur en í stóra garðinum en þarna er ekkert hefðbundið dót heldur eingöngu endurvinnanlegt efni og annað tilfallandi.

Börnin skemmta sér vel í nýja hluta garðsins og hugmyndaflugið fær að blómstra.

Fyrri greinBarokkið er dautt
Næsta greinÖkumenn gefi sér góðan tíma