Drullumall í háloftunum

Gjóskuský virðist vera að færast yfir Vestmannaeyjar en samkvæmt flugmönnum TF-SIF verður hálfgert drullumall í háloftunum þegar vind hægir.

Breytileg vindátt hefur verið í nágrenni Eyjafjallajökuls. Flugmenn Landhelgisgæslunnar telja varasamt að fara á Bakkaflugvöll og sömuleiðis fyrir þyrluflug frá Hótel Rangá.

Gígarnir í Eyjafjallajökli eru ennþá þrír en stærsti gígurinn hefur enn stækkað. Gjóskukambur hleðst upp að norðanverðu.

Fyrri greinÍbúafundur á Laugalandi
Næsta greinVegurinn í Þórsmörk ófær