Áhöfn dæluskipsins Skandia er nú að undirbúa að hefja dýpkunaraðgerðir í Landeyjahöfn.
Skipstjóri Skandia kannaði aðstæður þar í morgun og er sjólag nú betra en síðustu tvo daga.
Verið er að koma dæluröri á sinn stað á skipinu og að því loknu verður gerð tilraun til dælingar.
Höfnin hefur verið lokuð fyrir siglingum Herjólfs í rúmar fimm vikur.