„Við höfum fengið ábendingar um það hvaðan hún hafi komið,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi um eðluna sem fannst á Selfossi fyrir skömmu.
Eðlan var fönguð í Álftarima og leiða má líkur að því að eigandinn búi í hverfinu. Þorgrímur Óli segist reikna með að lögregla heimsæki þann grunaða og geti hann átt von á sekt fyrir innflutning á ólöglegu dýri og broti á sóttvarnarlögum.