Meirihlutinn í Grímsnes- og Grafningshreppi hélt velli, en hékk á bláþræði í spennandi kosningu.
E-listinn, Listi óháðra lýðræðissinna, fékk 148 atkvæði 51,0% og þrjá menn kjörna og G-listinn, Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju, fékk 142 atkvæði 49,0% og tvo menn kjörna.
Auðir seðlar voru þrír og ógildir einn. Kjörsókn var 74,4%.
Sveitarstjórnin verður þannig skipuð:
(E) Ása Valdís Árnadóttir
(E) Björn Kristinn Pálmarsson
(E) Smári Bergmann Kolbeinsson
(G) Ragnheiður Eggertsdóttir
(G) Dagný Davíðsdóttir