Eden í Hveragerði alelda

Hið sögufræga hús Eden í Hveragerði er alelda þessa stundina. Allt tiltækt slökkvilið frá Hveragerði og Selfossi er á staðnum, en erfiðlega gengur að ráða við eldinn sem kom upp rétt fyrir miðnætti.

Einnig eru björgunarsveitir mættar á staðinn til að aðstoða við slökkvistarfið, en líklegt þykir að það muni standa yfir í alla nótt.

Allt húsið hefur orðið eldi að bráð en á þessari stundu er ekki vitað um upptök eldsins.

Ekki hefur þurft að rýma hús í nágrenninu vegna eldsins. Mikið logn er í Hveragerði sem verður til þess að reykurinn fer beint upp í loft.

Nánari fréttir verða birtar um leið og þær berast.

Fyrri greinÞað var allt fullkomið
Næsta grein„Aðkoman var hrikaleg“