Landsvirkjun endurnýjaði á dögunum samstarfssamning Brunavarna Árnessýslu og Landsnets. Skrifað var undir endurnýjaðan samning, til fimm ára, við Ljósafossstöð.
Markmið samningsins er að efla bruna- og mengunarvarnir á rekstrarsvæðum Landsvirkjunar við Sog og á Þjórsársvæði með fræðslu- og forvarnarstarfi. Það fer meðal annars fram með námskeiðshaldi og sameiginlegum brunaæfingum í tengivirkjum Landsnets og aflstöðvum Landsvirkjunar.
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Landsvirkjun og Landsnet hafi átt mjög farsælt samstarf við Brunavarnir Árnessýslu undanfarin ár.