Bláskógabyggð hefur samið við Eflu hf um hönnun og framtíðarskipulag fráveitu á Laugarvatni.
Samningurinn var gerður að undangenginni verðkönnun þar sem Efla átti lægsta boð og tekur til hönnunar fráveitukerfis og hreinistöðvar á Laugarvatni, en fráveitulagnir þar þarfnast endurnýjunar.
Áætlað er að hönnunarvinnan standi yfir í sumar og að útboðsgögn vegna 1. áfanga verkframkvæmda verði tilbúin í haust.