Lögreglan á Suðurlandi hefur verið með virkt eftirlit um helgina og voru settar upp eftirlitsstöðvar víðsvegar um umdæmið þar sem kannað var með ástand og réttindi ökumanna.
Mikil umferð hefur verið á Suðurlandi og áætla lögreglumenn að ástand og réttindi um 2.000 ökumanna hafi verið kannað síðastliðinn sólarhring.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hún mæti almennri ánægju vegfarenda en yfirleitt séu til fyrirmyndar, sem og ástand bifreiða þeirra og eftirvagna.
Lögreglan mun auka eftirlit í dag á vegum úti og mega ökumenn sem aka frá Landeyjahöfn búast við að vera stöðvaðir og kannað verði með ástand þeirra og réttindi.