Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg, er óánægður með bréf sem sent var frá skrifstofu Árborgar til annarra sunnlenskra sveitarfélaga í kjölfar ákvörðunar Árborgar um úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands.
„Mér fannst ekki tímabært að senda bréf til nágrannasveitarfélaganna þar sem kom fram boð um að þau gætu keypt þjónustu af fræðslusviði Árborgar,“ segir Eggert.
Hann segir bréfið hafa verið sent án vitundar bæjarfulltrúa minnihlutans og á algerlega fráleitum tímapunkti. „Það var mikil vinna lögð í að ná þverpólitískri samstöðu um þessa ákvörðun, og það tókst að hluta til. Þess vegna leit ég svo á að við yrðum höfð með í ráðum í næstu skrefum málsins. Það gengur ekki að samráð og samvinna sé bara viðhaft þegar meirihlutanum hentar,“ segir Eggert í samtali við Sunnlenska.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu