Eignarhlutur í tíu félögum til sölu

Eignarhaldsfélag Suðurlands hefur nú til sölu eignarhluti í tíu fyrir­tækjum.

Að sögn framkvæmda­stjóra félagsins, Sædísi Ívu Elíasdóttur, eru hlutirnir í sölu en lítil hreyfing hefur verið á þessum slíkum eignarhlutum efnahagshrunið. Hér er yfirleitt um að ræða litla hluti sem hafa lítið með ákvarðanir félaganna að gera. Félagið seldi þó hlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu Eldhestum á síðasta ári og var það til eiganda félagsins Hróðmars Bjarnasonar, sem nú á félagið að fullu.
,,Við erum alltaf með þessa hluti til sölu þannig að ef einhver er áhugasamur getur hann snúið sér til okkar,“ sagði Sædís Íva í samtali við Sunnlenska.
Þau félög sem Eignar­haldsfélagið á hlut í eru: Vatns­framleiðslu­fyrirtækið Icelandic Water Holdings ehf. í Ölfussi, 0,22% hlutur. Matvælafram­leiðslu­fyrirtækið Glæði ehf. á Kirkjubæjar­klaustri, 9,9% hlutur. Gufa ehf. sem rekur baðhús og heilsulind á Laugarvatni, 8,20% hlutur. Ísfélag Þorlákshafnar ehf., sem rekur frystiklefa í Þorlákshöfn, 8% hlutur. Raftæknifyrirtækið Kjörorka ehf. í Reykjavík, 12,40% hlutur. Náttúran er ehf., sem er með vefrekstur í Hveragerði, 12,50% hlutur. Fasteigna­félagið Pólar Hótel ehf. við Hótel Rangá, 12,20% hlutur. Sólfugl ehf., sem er með matvælavinnslu á alifuglakjöti, 20,00% hlutur. Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands ehf. (TRS)., 14,00% hlutur. Prjónastofan Víkurprjón ehf., 11,60% hlutur.
Fyrri greinViðræður á viðkvæmu stigi
Næsta greinTvær bílveltur í morgun