Eignir Hveragerðisbæjar aukast verulega með breyttum reiknisskilum sem samþykkt hafa verið í bæjarstjórn.
Kemur breytingin til vegna álits á vegum sambands sveitarfélaga um að sveitarfélögum sé skylt að færa til eignar þær lendur og lóðir sveitarfélagsins sem það hefur leigutekjur af.
Er nú svo komið að eigið fé Hveragerðisbæjar eykst um 564 milljónir króna í endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir þetta ár, fara úr 142 milljónum í rúmar 706 milljónir króna.