Einar Ágúst kosinn stallari

Í gær var kosið til nýrrar stjórnar í Nemendafélaginu Mími í Menntaskólanum að Laugarvatni. Einar Ágúst Hjörleifsson frá Fossi í Hrunamannahreppi var kosinn stallari.

Auk Einars voru kosin í stjórn þau Kristbergur Ómar Steinarsson frá Hvolsvelli varastallari, Þórmundur Smári Hilmarsson frá Syðra-Langholti gjaldkeri, Fjóla Bergrún Sigmarsdóttir frá Kirkjubæjarklaustri og Íris Eyþórsdóttir frá Hveragerði skólaráðsfulltrúar, Fjölnir Grétarsson frá Selfossi og Finnur Jóhannesson frá Brekku íþróttaformenn, Viðar Benónýsson frá Miðtúni í Hvolhreppi og Skafti Þorvaldsson frá Hveragerði skemmtinefndarformenn, Vilhjálmur Snær Ólason frá Hveragerði tómstundaformaður, Margrét Helga Steindórsdóttir frá Hrygg ritnefndarformaður og Sólveig Þrastardóttir frá Hveragerði árshátíðarformaður.

Fyrri greinSandra Dís vill annað sætið
Næsta greinAri stefnir á 2. sætið