Einar Guðmundsson hefur verið ráðinn í stöðu aðstoðarskólastjóra Vallaskóla frá og með 1. ágúst nk.
Auk Einars sóttu um stöðuna þau Gissur Jónsson, deildarstjóri, Guðlaug Erlendsdóttir, námsráðgjafi, Ingólfur Kjartansson, fyrrum skólastjóri og Steinunn Margrét Larsen, sérkennari.
Einar hefur starfað sem aðstoðarskólastjóri í skólanum undanfarin misseri á meðan Guðbjartur Ólason, fyrrverandi aðstoðarskólastjóri og verðandi skólastjóri, leysti af Eyjólf Sturlaugsson, fyrrverandi skólastjóra, sem var í leyfi en er nú orðinn skólastjóri í Dalabyggð.