Selfyssingurinn Einar Bárðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.
Sjóðurinn var stofnaður fyrir rúmlega ári síðan en markmið hans er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda úr náttúru Íslands með endurheimt votlendis í samstarfi landeigenda, ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga.
Einar hefur unnið við fjölbreytt verkefni tengd almannatengslum og markaðsmálum, nú síðast sem samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar.
„Ég er stoltur yfir því trausti sem stjórn sjóðsins sýnir mér með því að fela mér þetta verkefni. Það er magnað að fá vettvang og erindi til þess að leggjast á árar með vísinda- og baráttufólki um allan heim í baráttunni gegn hlýnun jarðar,” sagði Einar við ráðninguna.