Einar selur Kanann

Einar Bárðarson hefur selt Skjánum útvarpsstöðina Kanann. Skjárinn rekur nokkrar sjónvarpsstöðvar, Skjá einn, Skjá golf og Skjá heim.

Engar breytingar eru ákveðnar á rekstri Kanans til að byrja með að sögn Friðriks Friðrikssonar, framkvæmdastjóra.

„Hann hefur sinn sess og farsælast að láta aðeins koma í ljós hvernig það spilast. Einar Bárðarson kemur yfir á Skjáinn og leiðir útvarpssviðið hjá okkur. Það starfsfólk sem er á Kananum núna kemur líka yfir,“ sagði Friðrik í samtali við mbl.is.

Fyrri greinRafmagnslaust í Rangárþingi
Næsta greinÁrborg eignast mögulega menningarsalinn