Fjölmennt lið viðbragðsaðila frá Brunavörnum Árnessýslu vinnur nú við að slökkva eld í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi. Húsið er alelda.
Neyðarlínunni barst tilkynning um eldinn laust fyrir klukkan fjögur í dag og var þá mikill eldur í húsinu.
Slökkviliðsmenn frá Selfossi og Hveragerði vinna á vettvangi ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu.
Brunavarnir biðja vegfarendur um að halda frá vettvangi til að trufla ekki störf viðbragðsaðila.
UPPFÆRT KL. 17:20: Nágrannar eru beðnir um að loka gluggum hjá sér til að varna því að fá eitraðar gufur inn í hús. Slökkvistarfi mun ljúka innan skamms.
UPPFÆRT KL. 17:27: Fólk er beðið að leita til Heilbrigðisstofnanna ef það finnur fyrir öndunaróþægindum. Húseigendur eru beðnir um að leita til tryggingarfélaga ef það telur húsnæði sitt hafa orðið fyrir reykskemmdum.
Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Mikinn reyk leggur frá húsinu og breiðist reykjarmökkurinn út fyrir sunnan Selfoss. sunnlenska.is/Páll Jökull Pétursson
Brunavarnir biðja vegfarendur um að halda frá vettvangi til að trufla ekki störf viðbragðsaðila. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Slökkvistarfi er að ljúka. sunnlenska.is/Páll Jökull Pétursson