Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum tillögu minnihlutans um að eingöngu konur muni sitja reglulegan bæjarstjórnarfund í júní, til að minnast því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt.
Arna Ír Gunnarsdóttir lagði fram tillöguna fyrir hönd bæjarfulltrúa B-, S- og Æ-lista.
Í greinargerð með tillögunni segir að þess sé minnst í ár með margvíslegum hætti að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi.
„Nú þegar hafa verið ýmsir viðburðir víða um land til þess að minnast þessa merka áfanga og margir fleiri viðburðir eru fyrirhugaðir á næstunni. Mikilvægt er að Sveitarfélagið Árborg leggi sitt af mörkum til þess að minnast þessara merku tímamóta og taki þátt í nýrri sókn í átt að aukinni jafnréttis-, lýðræðis- og mannréttindavitund.
Á fundinum í júní munu því kvenbæjarfulltrúar og kvenvarabæjarfulltrúar sitja fundinn en það eru þær Ásta Stefánsdóttir, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Helga Þórey Rúnarsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Sigríður J. Guðmundsdóttir D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir S-lista, Íris Böðvarsdóttir B-lista og Eyrún Björg Magnúsdóttir Æ-lista.