Eining gaf hjartastuðtæki

Kvenfélagið Eining á Hvolsvelli hefur unnið ötult starf að undanförnu og safnað fyrir hjartastuðtæki sem afhent var forsvarsmönnum björgunarsveitarinnar Dagrenningu á Hvolsvelli í síðustu viku.

Björgunarsveitirnar hafa unnið mikið og gott starf undanfarin ár við að aðstoða ferðamenn, hvort sem er á hálendi eða láglendi, við gæslu eða mannbjörg. Þeir hafa ekki síður verið áberandi við aðstoð í þeim hamförum sem Suðurland hefur mátt takast á við á undanförnum árum.

Hjartastuðtæki er nauðsynlegt tól fyrir allar björgunaraðila og því gjöf sem þessi afar ánægjulegt framtak hjá kvenfélagskonum í Einingu að sögn björgunarsveitarmanna.

Fyrri greinHávaði í hasspartíi
Næsta greinAskan hefur ekki áhrif á vatnalíf