Einn á slysadeild eftir bílveltu

Ökumaður fólksbíls var fluttur á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi eftir bílveltu neðst í Þrengslunum laust fyrir klukkan fjögur í dag.

Bíllinn var á leið niður Þrengslin þegar ökumaðurinn missti stjórn á honum í lausamöl, en nýlögð klæðning er þarna á hluta vegarins.

Kona sem ók bílnum var ekki talin alvarlega slösuð. Bifreiðin fór eina veltu út fyrir veg og er töluvert skemmd.

Fyrri greinFjóla, Hreinn og Kristinn til Slóvakíu
Næsta greinAnnar áfangi stúkubyggingarinnar tekinn í notkun