Ökumaður fólksbíls var fluttur á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi eftir bílveltu neðst í Þrengslunum laust fyrir klukkan fjögur í dag.
Bíllinn var á leið niður Þrengslin þegar ökumaðurinn missti stjórn á honum í lausamöl, en nýlögð klæðning er þarna á hluta vegarins.
Kona sem ók bílnum var ekki talin alvarlega slösuð. Bifreiðin fór eina veltu út fyrir veg og er töluvert skemmd.