Lögreglan á Suðurlandi þurfti að hafa afskipti af ungmennum sem létu ófriðlega á tjaldsvæði við Laugarvatn um helgina.
Lögreglan stillti til friðar og aðstoðaði fjölskyldufólk við að komast af svæðinu. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að einhverjum hafi verið vísað burt af tjaldstæðinu.
Einn var handtekinn og fluttur í járnum á Selfoss. Hann var orðinn rólegur þegar þangað kom og tók móðir hans við honum.
Einnig þurfti lögreglan að stilla til friðar vegna óspekta á tjaldsvæðinu á Höfn í Hornafirði þar sem einhverjir voru stunduðu fótboltaæfingar á milli tjalda í óþökk annarra gesta.
Annars var helgin friðsamleg á tjaldsvæðum á Suðurlandi en fjölmenni víðast hvar.