Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi eftir að lögreglu barst tilkynning um slasaða konu á heimili í uppsveitum Árnessýslu í morgun.
Maðurinn tengist konunni fjölskylduböndum, hann hringdi sjálfur í lögregluna í morgun og tilkynnti um ástand konunnar. RÚV greinir frá því að konan hafi verið með alvarlega áverka og skerta meðvitund og var hún flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Maðurinn var ekki handtekinn strax en lögreglan rannsakar hvort um slys hafi verið að ræða eða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Hinn handtekni og konan voru tvö í húsinu þegar lögreglan kom á vettvang.