Eins hefðbundin útskrift og kostur er í ML

Ljósmynd/ml.is

Útskrift Menntaskólans að Laugarvatni verður laugardaginn 6. júní og hefst hátíðardagskrá kl. 14.  Athöfnin verður haldin í íþróttahúsi Bláskógabyggðar á Laugarvatni.

Verðandi nýstúdentar eru 40 og verður dagskrá skipulögð eins hefðbundin og kostur er í ljósi stöðunnar sem þá verður, sem hátíðlegust en um leið skemmtileg, að því að segir í tilkynningu frá skólanum.

Vonast er til að fjöldatakmörkun verði breytt miðað við það sem áætlað er í dag þannig að fleiri en einn fjölskyldumeðlimur dimittenda geti komið í hús.  Athöfninni verður einnig streymt á netinu.

Fyrri greinStefnt á umhverfisvænan bílaflota
Næsta greinÁtján sækja um forstjórastólinn hjá MAST