Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hvetur stjórnvöld til þess að falla frá áformum um stórfelldar skattahækkanir sem munu skaða ferðaþjónustuna.
Fjallað var um málið á hreppsnefndarfundi í gær og samþykkt bókun þar sem fram kemur að ferðaþjónusta er mikilvæg og vaxandi atvinnugrein í sveitarfélaginu en hækkun virðisaukaskatts á gistingu úr 7% í 25,5% muni hafa alvarleg áhrif á rekstrarumhverfi og samkeppnisstöðu greinarinnar.
„Áhrif slíkar breytingar sé líkleg til að hafa sömu áhrif og að pissa í skóinn sinn. Afleiðingarnar verða m.a. hækkun verðbólgu sem hefði slæm áhrif á afkomu heimila,“ segir í bókun hreppsnefndar.
Hreppsnefndin skorar á ríkisstjórn Íslands að styðja við og styrkja atvinnulífið með það að markmiði að fjölga störfum. Það verði ekki gert með því að stórauka álögur á ferðaþjónustuna.