Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs í Vík, hefur verið ráðinn markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra.
Eiríkur er 25 ára gamall uppalinn í Vík í Mýrdal en búsettur á Hellu. Hann er með BA gráðu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum.
Hann hefur starfað frá árinu 2012 sem forstöðumaður Kötluseturs sem stofnað var árið 2011. Hann hefur því leitt uppbygginu setursins og séð um upplýsingamiðstöðina, markaðsmál Mýrdalshrepps, ferðaþjónustuklasann VisitVík, styrkjaumsóknir, menningarhátíðina Regnbogann-list í fögru umhverfi, skiltagerð, umsjón með kynningarbæklingum og vefsvæðum auk þess að hafa umsjón með fasteignum Kötluseturs.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að ráða Eirík í starfið.