Eiríkur Árni Hermannsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður fasteigna og búnaðar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og tekur hann við starfinu á haustdögum.
Á vef HSu kemur fram að umsækjendurnir hafi verið 25 talsins, allir hæfir og áhugaverðir einstaklingar.
Eiríkur hefur síðustu fjögur árin starfað sem umsjónamaður fasteigna og búnaðar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Hann mun fyrst um sinn starfa með núverandi umsjónarmanni, Trausta Traustasyni, en Trausti hyggst láta af störfum sökum aldurs bráðlega.