Eiríkur Steinn Búason hefur verið ráðinn til Sveitarfélagsins Árborgar í stöðu umsjónarmanns fasteigna.
Eiríkur Steinn er byggingaverkfræðingur og byggingatæknifræðingur, menntaður í Danmörku þar sem hann bjó í níu ár en hann starfar nú hjá Almennu verkfræðistofunni.
Alls bárust 55 umsóknir um starfið en Eiríkur Steinn var valinn úr hópi fimm sem skoðaðir voru betur. Starfið felst í umsjón með fasteignum sveitarfélagsins, gerð viðhaldsáætlana, nýframkvæmdum, samskiptum við opinbera aðila og fleira því tengt. Eiríkur er væntanlegur til starfa um miðjan október.
Eiríkur kemur úr Reykjavík en á ættir að rekja á Skeiðin. Móðir hans er Hallbera Eiríksdóttir, frá Votumýri.