Eitt kórónuveirusmit til viðbótar greindist í Þorlákshöfn um helgina og þar eru nú 19 manns í einangrun og 22 í sóttkví.
Smitum fjölgaði ekki á öðrum stöðum á Suðurlandi um helgina, þannig að enn eru 14 í einangrun á Selfossi, 5 á Eyrarbakka og Stokkseyri og 3 í Hrunamannahreppi. Einn er í einangrun í Grímsnesinu, þannig að samtals eru 42 í einangrun á Suðurlandi í dag og 232 í sóttkví. Þetta kemur fram í daglegum tölum frá HSU.
Þá eru 142 í skimunarsóttkví á Suðurlandi eftir að hafa farið í skimun á landamærunum.
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, að því er fram kemur á covid.is, og voru allir í sóttkví.