Eitt tilboð barst í Suðurvararbryggju

Þorlákshöfn. Ljósmynd / Chris Lund

Eitt tilboð barst í endurbyggingu stálþils við Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn. Hagtak hf. í Hafnarfirði bauð rúmar 415 milljónir króna í verkið, sem er 28% yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem er 324 milljónir króna.

Verkið felur meðal annars í sér að steypa 61 akkerisplötu, reka niður 130 tvöfaldar stálþilsplötur, fylla upp innan við þilið, ganga frá kantbitum með pollum og setja upp kanttré, stiga og þybbur.

Verkinu á að vera lokið þann 1. maí á næsta ári.

Fyrri greinGjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar breytt eftir álit ráðuneytisins
Næsta greinÖlfusárbrú lokuð aðfaranótt fimmtudags