Í morgun kl. 10:53 var jepplingi ekið á mann á reiðhjóli á Hörðuvöllum á Selfossi. Maðurinn er ekki alvarlega slasaður en þó hruflaður og marinn en talinn óbrotinn.
Þá er reiðhjól mannsins skemmt.
Maðurinn leitaði sér læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir slysið en hinsvegar mun ökumaður bílsins hafa farið af vettvangi án þess að gera grein fyrir sér. Lögregla biður hann að hafa samband hið fyrsta vegna rannsóknar málsins.
Þá eru þeir sem hugsanlega hafa orðið vitni að slysinu beðnir að hafa samband í síma 444-2000 eða hér á Facebook eða í tölvupósti á sudurland@logreglan.is.