Síðastliðinn sólarhring hefur lögreglan á Suðurlandi kært níu ökumenn fyrir að aka of greitt í umdæminu. Sá sem hraðast ók mældist á 150 km/klst.
Tilkynnt var um fimm óhöpp í umferðinni. Í einu tilfelli var bifreið bakkað á gangandi aðila, sem slapp þó án alvarlegra meiðsla.
Í tveimur tilfellum var bifreiðum ekið á sauðfé og var einnig tilkynnt um eitt atvik þar sem ekið hafði verið á kind en ökumaður ekki látið vita.