Ekkert ákveðið með opnun ELKO

Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um opnun verslunar á vegum ELKO á Selfossi, en orðrómur hefur verið á kreiki um slíkt að undanförnu.

„Tíminn einn verður að leiða það í ljós, ef við opnum þá verður það aldrei fyrr en í vor eða í sumar,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko aðspurður um málið.

„Við þyrftum alltaf fimmhundruð fermetra húsnæði, helst meira, og ég veit ekki hvort eitthvað slíkt er á lausu á Selfossi, við höfum ekki kannað það,“ bætti Gestur við.

Fyrri grein11 þúsund færri gestir
Næsta greinSteingerður nýr útibússtjóri