Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til að aðstoða nokkra jeppa sem eru í vandræðum á Kjalvegi við Bláfellsháls. Mjög erfitt færi og krapi er á hálendinu.
Sveitir frá Flúðum, Laugarvatni og Biskupstungum hafa verið kallaðar út og eru nú á leið á Kjalveg til aðstoðar jeppafólkinu.
Slysavavarnarfélagið Landsbjörg beinir því til ferðalanga að vera ekki á ferð að óþörfu á hálendinu enda ekkert ferðafæri.