Ekkert ferðaveður milli Seljalands og Víkur

Eyjafjallajökull. Ljósmynd/Sigurður Jónsson

Ekkert ferðaveður er nú undir Eyjafjöllum, frá Seljalandi og að Vík, en mikið hvassviðri er þar og getur verið hættulegt fyrir stóra bíla að vera á ferðinni.

Lögreglan á Hvolsvelli biður vegfarendur um að fylgjast vel með veðurfréttum næstu tvo sólarhringa.

Veðurstofan varar við norðan vonskuveðri á öllu landinu næstu tvo sólarhringa. Búast má við norðanstormi með vindhraða á bilinu 20-28 m/s um allt land og mjög hvassar vindhviður, allt að 55 m/s, við fjöll, einkum á sunnanverðu landinu.

Ekkert ferðaveður verður næstu tvo sólarhringa, en veður gengur niður seinni part laugardags.

Fyrri greinTitringur á jarðskjálftafundi
Næsta greinOpið hús á Sólvöllum á sunnudaginn