Ekki hægt að merkja hraunrennsli frá gosinu í Eyjafjallajökli, hvorki til norðurs né suðurs. Kleprar úr sprengingum í gígnum náðu í um 1,5 – 3 km hæð í morgun.
Gosmökkurinn rís enn en er lítill og ljós sem bendir til að gjóska sé ekki mikil í honum. Gjóskan úr eldstöðinni virðist hlaðast upp á brúnina og mynda þar hrygg. Sunnar náðu öskuskýin í um 5-6 km hæð.
Að sögn lögreglu hefur verið rólegt á gossvæðinu í nótt og virkni í Eyjafjallajökli óbreytt. Tveir lögreglubílar hafa vaktað svæðið undir Eyjafjöllum og í morgun kl. 06:30 var 500 metra skyggni við Ásólfsskála.