Nú er ljóst að uppistöðulón vegna Urriðafossvirkjunar í Þjórsá verður verulega minna en upphaflega var gert ráð fyrir.
Samkvæmt nýjustu drögum að hönnun virkjunarinnar er gert ráð fyrir að allt lónið verði í farvegi Þjórsár. Það hefur í för með sér að lítið sem ekkert land fer undir uppistöðulónið sem hefst við Þjórsárbrú og nær upp að Votumýri á Skeiðum.
Lónið minnkar við þetta um 3,5 ferkílómeter eða úr 12,5 ferkílómetrum í 9 ferkílómera eða um 28 %. Samsvarandi minna land fer undir lón.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu