Enginn er í einangrun eða sóttkví á Suðurlandi í dag vegna COVID-19.
Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Í síðustu viku var einn aðili í einangrun í uppsveitunum og má reikna með að hann hafi dvalið í sumarhúsi, eins og raunin var með önnur smit á Suðurlandi í febrúar.
Undanfarið hafa á annað hundrað manns verið í sóttkví á Suðurlandi eftir að hafa lokið skimun á landamærum. Í dag eru 120 manns í þeirri stöðu á Suðurlandi.
Eitt smit greindist innanlands síðasta sólarhringinn að því er fram kemur á covid.is og var viðkomandi ekki í sóttkví.