Ekkert tilefni til að ákæra prest

Kærumál prests við Selfosskirkju verður látið niður falla. Hefur viðkomandi verið tilkynnt um það af lögreglu sem telur ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu.

Í Sunnlenska fréttablaðinu í dag er sagt frá kærunni og þar sagt að málið sé enn til meðferðar hjá lögreglunni en nú er upplýst að kæran var ekki á rökum reist.

Lögreglunni barst kæran nýverið vegna umfjöllunar um fermingarfræðslu á Selfossi, þar sem kærendur töldu að framið hafi verið blygðunarbrot gegn börnum þar sem sýndar voru myndir af kynfærum karla og kvenna.

Fyrri greinHollar smákökur
Næsta greinSigurför á hálandaleika í Skotlandi