Lítið kom úr yfirferð Reynis Bergsveinssonar minkabana um Skeiða- og Gnúpverjahrepp en hann var þar á ferð í síðustu viku.
Reynir segist hafa vitjað um sex minkasíur og náð þremur minkum við Kálfá. Hann fór ekki upp í Þjórsárdal að þessu sinni.
„Aðaltíðindin eru þau að ég verð ekki var við að það sé einn einasti minkur að sleppa út frá þeim minkabúum sem eru á svæðinu. Það hljóta að verða að teljast ánægjuleg tíðindi,” sagði Reynir í samtali við Sunnlenska.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.