Ekki allir í verkfall

Fjölbrautaskóli Suðurlands. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Kennaraverkfall hefst í Fjölbrautaskóla Suðurlands næstkomandi þriðjudag ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Þrátt fyrir það mun ekki öll starfsemi í skólanum leggjast niður.

Áfram verður kennt á hestabraut, bæði í bóklegu og verklegu námi og einnig verður kennsla í garðyrkjuskólanum á Reykjum sem og í íþróttaakademíum.

Þá verður skrifstofa skólans opin þrátt fyrir verkfall, ásamt bókasafninu og heimavistinni.

Fyrri greinHrafnhildur Hlín ráðin leikskólastjóri
Næsta greinEkki gott KVöld fyrir Selfoss