„Ekki er allt best í Reykjavík“

Boðað er til samstöðufundar í miðrými Sunnumarkar í Hveragerði kl. 12 í dag. Þar verður stutt við bakið á stofnuninni Sogni í Ölfusi undir kjörorðinu „Ekki er allt best í Reykjavík“.

Samkvæmt Árna Johnsen, alþingismanni, sem boðar til fundarins hefur réttargeðdeildin að Sogni skilað mjög jákvæðum árangri og útskrifað nær 50 einstaklinga, án endurkomu.

Ávörp á fundinum flytja Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Ölfusi, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra og Árni Johnsen.

Samstöðufundurinn er öllum opinn og áætlaður fundartími er um 30 mínútur.

Fyrri greinGame of Thrones í Mýrdalnum
Næsta greinSamverustund í Þorláksbúð