Boðað er til samstöðufundar í miðrými Sunnumarkar í Hveragerði kl. 12 í dag. Þar verður stutt við bakið á stofnuninni Sogni í Ölfusi undir kjörorðinu „Ekki er allt best í Reykjavík“.
Samkvæmt Árna Johnsen, alþingismanni, sem boðar til fundarins hefur réttargeðdeildin að Sogni skilað mjög jákvæðum árangri og útskrifað nær 50 einstaklinga, án endurkomu.
Ávörp á fundinum flytja Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Ölfusi, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra og Árni Johnsen.
Samstöðufundurinn er öllum opinn og áætlaður fundartími er um 30 mínútur.