Deilur hafa risið í kjölfar ákvörðunar bæjarstjórnar Árborgar að hætta þátttöku í Skólaskrifstofu Suðurlands, en sjö af níu fulltrúum í bæjarstjórn ákváðu það í síðustu viku.
„Auðvitað á eftir að ræða málið formlega en svona í ljósi þess að aðili sem á 46% hlutdeild að málinu segir sig frá samstarfinu má fullvíst telja að ekki séu forsendur fyrir áframhaldandi rekstri skólaskrifstofunnar,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga aðspurður um afdrif skólaskrifstofunnar.
Formlega verður Árborg að tilkynna úrsögnina fyrir 1. júlí og mun úrsögnin taka gildi um næstu áramót. Stjórn skrifstofunnar kom saman í gær en stjórnin kallaði eftir því á síðasta fundi sínum að Árborg færi að tilkynna um ákvörðun sína.
Gunnar segir að sveitarstjórnarmenn hafi óformlega rætt málið á milli sín. „Menn eru ekki alveg sáttir,“ segir Gunnar.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu