Mikið hefur rignt á Suðurlandi síðasta sólarhring og því er víða mikið rennsli ám og lækjum. Rennsli í Hvítá jókst í gærkvöldi og var áin byrjuð að flæða yfir bakka sína.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni voru sumarbústaðarsvæði á norðurbakka árinnar verið í nokkurri hættu.
Lögreglumenn frá Selfossi fóru í morgun og mynduðu klakastífluna við Vaðnes.
Vatn rennur undan stíflunni á tveimur stöðum en vatn sem hefur verið að lóna við Vaðnesið er tært og kemur að líkindum eingöngu úr Höskuldslæknum.
Á morgun spáir hlýnandi veðri og töluverðri úrkomu. Það er mat lögreglunnar að á meðan áin rennur undir stífluna sé ekki talin hætta af því að hún flæmist upp á land. Ef það gerist á þessum stað mun hún að líkindum fara í sinn farveg nokkru neðar aftur.