Allt útlit er fyrir að flúormengun vegna ösku úr Eyjafjallajökli sé aðeins lítilsháttar og skaðlaus bústofni.
Starfsmenn Búnaðarsambands Suðurlands eru um þessar mundir að taka sýni af svæðum þar sem öskufall og öskufjúk var mikið og hafa fylgst með áhrifum öskunnar á tún og úthaga frá því í vor.
Margrét Ingjaldsdóttir, jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarsambandinu, segir í samtali við Sunnlenska að ekki sé lengur ástæða til að vakta stíft umrædd svæði, gróðursýni sem tekin hafa verið á þeim slóðum sem askan barst helst yfir benda til að flúormengun sé langt undir viðmiðunarmörkum.