Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita Árnessýslu, hefur sent sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps erindi um stöðu starfsmannamála hjá embættinu og ósk um að nýr starfsmaður verði ráðinn í skjalaskráningu og meðhöndlun gagna.
Í bókun sveitarstjórnar segir að það skjóti skökku við að óskað sé eftir nýjum starfsmanni á þessum tímapunkti þar sem nú standi yfir vinna og greining á samlegðaráhrifum skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins og tæknisviðs uppsveitanna.
„Þeirri vinnu er ekki lokið og því fráleitt að ráða nýjan starfsmann áður en þeirri vinnu lýkur. Sveitarstjórn hafnar því að ráðinn verði nýr starfsmaður við embættið að svo stöddu,“ segir í bókun frá sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.