Heitirpottar.is verða með pottasýningu á Selfossi um helgina, á planinu við Hótel Selfoss. Hún hófst í dag og segir Kristján Berg, pottakóngur, að viðtökurnar á Selfossi hafi verið góðar.
„Fyrsti dagurinn fór vel af stað og seldust allir tólf pottarnir sem komið var með í þessa ferð,“ sagði Kristján og bætti við það megi bæta „pottamenninguna“ á Selfossi.
„Ég labbaði um hverfið og sá að það er ekki mikil pottamenning á Selfossi. Ég taldi fimm potta á klukkutíma göngu sem þykir lítið. Ég var á Akureyri í síðustu viku og taldi þar 62 potta á klukkustundar göngu,“ segir Kristján en þrátt fyrir pottaleysið líst honum vel á Selfoss.
„Já, og þetta fer vonandi batnandi. Það er mikil gróska hérna og margir að flytja í bæinn. Bæjarstæðið er líka mjög flott og mér líst vel á hugmyndina um nýjan miðbæjarkjarna. Þá yrði þetta fyrst verulega sexy, svipað og í Danmörku,“ sagði Kristján glaðbeittur að lokum.