Tvö slys, önnur en umferðarslys, voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku.
Í öðru tilfellinu féll göngumaður á hálku í Skaftafelli og var talinn ökklabrotinn.
Í hinu tilfellinu datt maður í búningsklefa gufubaðs í Árnessýslu og hruflaðist víðsvegar um líkamann við fallið.
Í dagbók lögreglunnar er fólk minnt á hálkuvarnir utandyra, þar sem komið er fram í vetrarbyrjun – og einnig beðið um að gæta að sér að sitja ekki of lengi í gufunni í einu.