Samhliða forsetakosningunum kusu Skeiðamenn og Gnúpverjar um það hvort skipta eigi um nafn á sveitarfélaginu.
Tillagan um nafnabreytingu var felld með 199 atkvæðum eða 58,7% gegn 131 atkvæði eða 38,6%. Auðir og ógildir voru 9.
Á kjörskrá í íbúakosningunni voru 462, alls kusu 339 eða 73,37%.
„Það er því ljóst að ekki verður skipt um nafn á sveitarfélaginu og er íbúum þakkað fyrir góða þátttöku,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
Síðast kosið um nafn árið 2016
Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur sameinuðust vorið 2002 og fékk nýstofnaður hreppur nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Síðast var kosið um nafn á sveitarfélagið í janúar 2016 og þá fékk nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur rúm 53% atkvæða en tæp 22% kusu nafnið Þjórsársveit.